Erlent

Óttast að lík frá Írak séu breskir gíslar

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
David Miliband ásamt Gordgon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
David Miliband ásamt Gordgon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Mynd/AP

Bresk yfirvöld hafa fengið tvö lík frá Írak, sem óttast er að séu breskir gíslar. Þessu greindi utanríkisráðherra Bretlands, David Miliband, frá í dag.

Miliband segir enn eftir að staðfesta dánarorsök og hverjir hinir látnu séu í raun og veru, en réttarmeinafræðingar muni skera úr um það með rannsóknum sem fyrst.

Fimm bretar voru teknir í gíslingu í Bagdad í maí mánuði árið 2007. Óttast er að líkin séu af einhverjum þeirra.

Miliband sagði hugsanir ríkisstjórnarinnar dvelja hjá aðstandendum gíslanna fimm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×