Innlent

Fjöldi innbrota á höfuðborgarsvæðinu

Fjöldi innbrota var framinn á höfuðborgarsvæðinu í nótt og er þjófanna leitað. Verðmætum var stolið úr bíl við Sundlaugaveg, brotist var inn í dekkjaverkstæði við Reykjavíkurveg, í íbúðarhús við Holtsgötu, samkomusal við Smiðjuveg, Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði og inn í íbúðarhús við Viðarás.

Þar lagði þjófurinn tómhentur á flótta þegar hann sá að nágranni var að fylgjast með honum, en nágranninn lét lögreglu vita. Enn er óljóst hversu miklu var stolið í þessum innbrotum. Mun fleiri innbrot hafa komið til kasta lögreglu á höfuðborgarsvæðinu það sem af er árinu, samanborið við sama tímabil í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×