Lífið

Robbie vill aftur í Take That

Robbie Williams er í reglulegu bandi við félaga sína.
Robbie Williams er í reglulegu bandi við félaga sína.
Robbie Williams hefur hug á að ganga að nýju til liðs við Take That, hljómsveitina sem kom honum fyrst á kortið fyrir hartnær tveimur áratugum síðan. Robbie segir í samtali við breska blaðið Mirror að hann telji að gömlu félagar hans muni taka á móti honum.

„Ég tala reglulega við þá, líka Gary, þannig að þetta verður sífellt líklegra," segir Robbie í samtali við The Mirror. Robbie hætti í Take That árið 1995 meðal annars vegna ósættis við Gary Barlow. Hinir fjórir sem stóðu eftir hættu ári seinna en komu svo aftur saman árið 2006 með góðum árangri.

Robbie segir að þeir félagarnir séu orðnir fullorðnir og geti gleymt því sem er að baki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.