Innlent

40 kannabisplöntur í heimahúsi

40 plöntur fundust í heimahúsi.
40 plöntur fundust í heimahúsi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í miðborginni eftir hádegi í dag.

Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 40 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar. Plönturnar, sem sumar hverjar voru tveggja metra háar, voru vel faldar í leyniherbergi sem búið var að koma fyrir í íbúðinni.

Karl á þrítugsaldri var yfirheyrður í tengslum við rannsókn málsins. Hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×