Lífið

Cheryl Cole er drottning ITV sjónvarpsstöðvanna

Cheryl Cole ásamt eiginmanni sínum Ashley Cole, leikmanni Chelsea.
Cheryl Cole ásamt eiginmanni sínum Ashley Cole, leikmanni Chelsea.
Cheryl Cole getur sannarlega kallast drottning bresku ITV sjónvarpsstöðvanna eftir að hún landaði samningi sem færir henni 2,1 milljón punda, eða röskar 380 milljónir íslenskra króna, í árstekjur.

Laun hennar fyrir vinnu við X Factor þáttinn munu hækka um 300 þúsund pund á næsta ári, úr 820 þúsund pundum í 1,1 milljón. Þá mun Cole fá eina milljón breskra punda í viðbót fyrir að sjá um annan sjónvarpsþátt á ITV1.

Heimildarmaður News of the World slúðurblaðsins sagði í gærkvöldi að þetta væri mjög mikilvægur samningur fyrir ITV. Cheryl höfðar mjög sterkt til breiðs aldurshóps og beggja kynja vegna fegurðar sinnar og jarðbundins persónuleika. Það eru erfiðir tímar í sjónvarpinu eins og annarsstaðar. En það er ekki hægt að sleppa þeim tækifærum sem felast í því að fá Cole með sér í vinnu," sagði heimildarmaðurinn.

Stjórnendur ITV eru enn að ákveða hverskonar þátt Cheryl verður með. Með samningnum verður Cole ein best launaða sjónvarpsstjarnan á Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.