Fæða uppi á landi 17. júní 2009 18:50 Barnshafandi konur í Vestmannaeyjum eru ósáttar við að skurðdeildinni á sjúkrahúsi bæjarins hafi verið lokað í sumar. Þeim er ráðlagt að fara upp á land til að fæða. Skurðdeild Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja var lokað tímabundið 1. júní í sparnaðarskyni. Deildin verður lokuð á meðan starfsfólk er í sumarfríi og verður ekki opnuð aftur 13. júlí. Á meðan eru þeir sem þurfa á aðgerðum að halda sendir á Landspítalann með sjúkraflugi, svo sem þeir sem fá botnlangakast. Lokunin þýðir einnig að barnshafandi konum, sem eru að ganga með sitt fyrsta barn eða hafa gengið í gegnum erfiða fæðingu, er ráðlagt að fara upp á land til að að eiga þar sem ekki er skurðlæknir til taks ef eitthvað kemur upp á. Ein þeirra er Sigríður Unnur Lúðvíksdóttir sem er komin rúma átta mánuði á leið en hún er ósátt við að geta ekki fætt í Eyjum. Hún segir óöryggi skapast af því að loka skurðdeildinni og að sumar þeirra sem fari til Reykjavíkur til að fæða verði fyrir nokkrum kostnaði vegna þess. Bæjarbúar hafi jafnframt áhyggjur af því hversu langt verði gengið í sparnaðaraðgerðum á sjúkrahúsinu. Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, sagði í samtali við fréttastofu í dag að níu milljónir sparist með því að loka deildinni í sex vikur. Hann geri sér grein fyrir því að óánægja sé meðal bæjarbúa með að þessi leið hafi verið farin. Tímasetningin hafi verið valin með það í huga að á þessum tíma er veður yfirleitt þannig að hægt er að fljúga milli lands og eyja. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Barnshafandi konur í Vestmannaeyjum eru ósáttar við að skurðdeildinni á sjúkrahúsi bæjarins hafi verið lokað í sumar. Þeim er ráðlagt að fara upp á land til að fæða. Skurðdeild Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja var lokað tímabundið 1. júní í sparnaðarskyni. Deildin verður lokuð á meðan starfsfólk er í sumarfríi og verður ekki opnuð aftur 13. júlí. Á meðan eru þeir sem þurfa á aðgerðum að halda sendir á Landspítalann með sjúkraflugi, svo sem þeir sem fá botnlangakast. Lokunin þýðir einnig að barnshafandi konum, sem eru að ganga með sitt fyrsta barn eða hafa gengið í gegnum erfiða fæðingu, er ráðlagt að fara upp á land til að að eiga þar sem ekki er skurðlæknir til taks ef eitthvað kemur upp á. Ein þeirra er Sigríður Unnur Lúðvíksdóttir sem er komin rúma átta mánuði á leið en hún er ósátt við að geta ekki fætt í Eyjum. Hún segir óöryggi skapast af því að loka skurðdeildinni og að sumar þeirra sem fari til Reykjavíkur til að fæða verði fyrir nokkrum kostnaði vegna þess. Bæjarbúar hafi jafnframt áhyggjur af því hversu langt verði gengið í sparnaðaraðgerðum á sjúkrahúsinu. Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, sagði í samtali við fréttastofu í dag að níu milljónir sparist með því að loka deildinni í sex vikur. Hann geri sér grein fyrir því að óánægja sé meðal bæjarbúa með að þessi leið hafi verið farin. Tímasetningin hafi verið valin með það í huga að á þessum tíma er veður yfirleitt þannig að hægt er að fljúga milli lands og eyja.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira