Hátíðarávarp Gunnars: Þjóðin þarf nýjan Jón Sigurðsson Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. júní 2009 16:08 Gunnar Birgisson segir þjóðina þurfa nýjan Jón Sigurðsson. Þjóðin þarf nýjan Jón Sigurðsson, sagði Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi þegar hann hélt hátíðarræðu á Rútstúni í dag enda vilji hún ekki vera ofurseld erlendum stjórnvöldum. Gunnar hverfur að öllum líkindum úr bæjarstjórastólnum á næstunni eftir harða gagnrýni á viðskipti bæjarins við fyrirtæki dóttur hans. Gunnar sagði í ræðu sinni mörg spjót standa að íslensku þjóðinni og að hún ætti í vök að verjast. Íslendingar hefðu hagnýtt sér með ýmsum hætti hve hraðar tækniframfarir hafa rofið einangrun landsins. „En þess eru líka mörg dæmi, því miður, að áhrifa og umsvifamiklir menn í okkar samfélagi hafa misnotað þessa stöðu landsins. Mér nægir að nefna eitt dæmi, öll virðumst við þurfa að bera ábyrgð á Icesavereikningunum. Íslenska þjóðin þarfnast nýs Jóns Sigurðssonar, að minnsta kosti þarf hún að ná vopnum sínum, þjappa sér saman um hugsjónir hans og stefnu og halda aftur uppi merki hans því við viljum ekki vera ofurseld erlendum stjórnvöldum og stofnunum þeirra." Gunnar sagði hverja einustu fjölskylda skuldum vafna og þurfa samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar að greiða hærri skatta. „Samt stofnuðu þessar fjölskyldur ekki til skuldanna, þær vissu ekki einu sinni af þeim, eins og þið vitið er fjölskyldan mér afar kær. Í augum bresku ríkisstjórnarinnar er þetta réttlæti. Ætli Gordon Brown finnist ekki íslensk heimilli vera að axla ábyrgð." Þá sagði Gunnar að honum finnist íslensk stjórnmál föst í aukaatriðum en sjá ekki heildarmyndina. „Opinber umræða er óvægin og hörð um þessar mundir, orðbragðið og illviljinn er þannig að minnir á grófustu og persónulegustu árásir úr fortíðinni, tillitsleysið algjört og refsivöndurinn á lofti eins og hjá Gordon Brown." Gunnar sagði að þótt enginn sé Jón Sigurðsson í bæjarstjórn Kópavogs, sem getur næstum einn síns liðs greitt götuna að velferð og hagsæld, þá er þar fólk sem vill láta gott af sér leiða. Hann óskaði þess að Kópavogsbúar þjappi sér saman um aðalatriðin og styðji allt sem til framfara horfir og sé til hagsbóta. Að lokum bað bæjarstjórinn hátíðargesti að hafa það hugfast að það sé gott að búa í Kópavogi. Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Þjóðin þarf nýjan Jón Sigurðsson, sagði Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi þegar hann hélt hátíðarræðu á Rútstúni í dag enda vilji hún ekki vera ofurseld erlendum stjórnvöldum. Gunnar hverfur að öllum líkindum úr bæjarstjórastólnum á næstunni eftir harða gagnrýni á viðskipti bæjarins við fyrirtæki dóttur hans. Gunnar sagði í ræðu sinni mörg spjót standa að íslensku þjóðinni og að hún ætti í vök að verjast. Íslendingar hefðu hagnýtt sér með ýmsum hætti hve hraðar tækniframfarir hafa rofið einangrun landsins. „En þess eru líka mörg dæmi, því miður, að áhrifa og umsvifamiklir menn í okkar samfélagi hafa misnotað þessa stöðu landsins. Mér nægir að nefna eitt dæmi, öll virðumst við þurfa að bera ábyrgð á Icesavereikningunum. Íslenska þjóðin þarfnast nýs Jóns Sigurðssonar, að minnsta kosti þarf hún að ná vopnum sínum, þjappa sér saman um hugsjónir hans og stefnu og halda aftur uppi merki hans því við viljum ekki vera ofurseld erlendum stjórnvöldum og stofnunum þeirra." Gunnar sagði hverja einustu fjölskylda skuldum vafna og þurfa samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar að greiða hærri skatta. „Samt stofnuðu þessar fjölskyldur ekki til skuldanna, þær vissu ekki einu sinni af þeim, eins og þið vitið er fjölskyldan mér afar kær. Í augum bresku ríkisstjórnarinnar er þetta réttlæti. Ætli Gordon Brown finnist ekki íslensk heimilli vera að axla ábyrgð." Þá sagði Gunnar að honum finnist íslensk stjórnmál föst í aukaatriðum en sjá ekki heildarmyndina. „Opinber umræða er óvægin og hörð um þessar mundir, orðbragðið og illviljinn er þannig að minnir á grófustu og persónulegustu árásir úr fortíðinni, tillitsleysið algjört og refsivöndurinn á lofti eins og hjá Gordon Brown." Gunnar sagði að þótt enginn sé Jón Sigurðsson í bæjarstjórn Kópavogs, sem getur næstum einn síns liðs greitt götuna að velferð og hagsæld, þá er þar fólk sem vill láta gott af sér leiða. Hann óskaði þess að Kópavogsbúar þjappi sér saman um aðalatriðin og styðji allt sem til framfara horfir og sé til hagsbóta. Að lokum bað bæjarstjórinn hátíðargesti að hafa það hugfast að það sé gott að búa í Kópavogi.
Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira