Innlent

Jóhanna á Austurvelli: Útrásarvíkingar fóru fram með græðgi

Heimir Már Pétursson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði útrásarvíkingana hafa farið fram með græðgi og bankahrunið hafi verið efnahagslegar hamfarir fyrir Íslendinga, í ávarpi til þjóðarinnar á Austurvelli í morgun.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson forseti borgarstjórnar lagði blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í Suðurgötukirkjugarði klukkan tíu en hátíðarhöld hófust svo á Austurvelli klukkan tuttugu mínútur í ellefu. Eftir ávarp Kjartans magnússonar formanns þjóðhátíðarnefndar, lagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands blómsveig að minnisvarðanum um Jón á Austurvelli og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ávarpaði þjóðina á 65 ára afmæli lýðveldisins.

Þar talaði hún sem fyrr segir um útrásarvíkingana sem hún segir hafa farið fram með græðgi og bankahrunið hafi verið efnahagslegar hamfarir fyrir Íslendinga.

Forsætisráðherra vék svo að sigrum Íslendinga á lýðveldistímanum og nefndi þar sérstaklega landhelgisdeilurnar. Svo vék hún að efnhagskreppunni sem skollið hafi á eins og hamfarir yfir þjóðina í framhaldi af alþjóðlegu lánsfjárkreppunni.

Forsætisráðherra sagði höggið af kreppunni hafa verið þyngra á íslandi en víðast hvar annars staðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×