Innlent

Fundu týnda ferðamenn í nótt

Björgunarsveitir leituðu að erlendu pari í nótt.
Björgunarsveitir leituðu að erlendu pari í nótt.

Björgunarsveitarmenn leituðu í nótt að erlendu pari sem ætlaði að ganga frá Landmannalaugum að Hrafntinnuskeri en skilaði sér ekki á tilsettum tíma. Á fjórða tímanum bar leitin árangur þegar snjóbíll keyrði fram á fólkið um hálfan kílómetra frá skálanum í Hrafntinnuskeri. Þá hafði verið leitað að fólkinu í um sex klukkustundir en leitin hófst um níuleytið í gærkvöldi.

Um 30 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni en aðstæður voru slæmar en rok og rigning var á svæðinu, kalt og skyggni lélegt.

Parinu varð ekki meint af volkinu en þegar það fannst var það í félagi við tvo franska ferðalanga sem það hafði hitt á göngunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×