Innlent

Brutust inn og stálu tölvubúnaði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá átján ára pilta í nótt, grunaða um innbrot í fyrirtæki við Bæjarlind í Kópavogi fyrr um nóttina þar sem tölvubúnaði var stolið.

Við yfirheyrslur játuðu piltarnir á sig innbrotið og vísuðu á þýfið, og bættu um betur með því að játa á sig annað innbrot, sem enginn vissi af þegar þar var komið sögu. Verið er að kanna það mál nánar. Einnig var brotist inn í fyrirtæki við Gullhellu í Hafnarfirði, en þjófurinn er ófundinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×