Innlent

Loðna á stóru svæði norður og norðaustur af landinu

Loðnuskip, sem taka þátt í loðnuleitinni í samvinnu við Hafrannsóknarstofnun, fundu enn loðnu í gærkvöldi og í nótt á nýjum svæðum, sem þýðir að loðna er nú á nokkuð stóru svæði norður og norðaustur af landinu, þótt hún sé ekki þétt.

Tvö skipanna eru búin með sín leitarverkefni og það þriðja klárar um hádegi. Þá verður eitt hafrannsóknaskip áfram við leit. Upplýsingar úr leitartækjum skipanna eru sendar um gerfitungl til Hafrannsóknastofnunar og vonast sjómenn til að stofnunin gefi út byrjunarkvóta alveg á næstunni svo veiðar geti hafist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×