Innlent

Fundar með starfsfólki St. Jósefsspítala

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, mun funda með starfsfólki St. Jósefsspítala í kvöld klukkan 21. Ráðherrann tilkynnti á blaðamannafundi á Hótel Hilton í gær að spítalinn verður öldrunarstofnun og núverandi starfsemi flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Landspítalann.

Starfsfólk spítalans er afar ósátt með ákvörðunina og fjölmennti á hótelið í gær og beið fyrir utan og mótmælti. Að loknum blaðamannafundinum bauðst Guðlaugur til þess að funda með starfsfólkinu í dag.

Fagfólki og sérfræðingum sem framkvæmd hafa skurðaðgerðir á St. Jósefsspítala verður boðið að taka þátt uppbyggingu skurðstofurekstrar í nýrri aðstöðu á Suðurnesjum. Meltingasjúkdóma- og lyflækningadeild færist til Landspítalans.




Tengdar fréttir

Tæpur sjö milljarða samdráttur fyrirhugaður í heilbrigðiskerfinu

Heilbrigðisráðherra bíður það verkefni að draga saman í heilbrigðismálum upp á 6,7 milljarða króna á þessu ári miðað við forsendur í upphaflegu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Það sem nást á með skipulagsbreytingum, sem kynntar voru í gær, er því aðeins lítill hluti af samdrættinum í heilbrigðiskerfinu.

St. Jósefsspítali lagður niður

St. Jósefsspítali verður lagður niður og megnið af starfsemi hans flutt til Keflavíkur. Meltingarsjúkdómadeild verður flutt á Landsspítala. Starfsmönnum var tilkynnt þetta á fundi fyrr í dag.

St. Jósefsspítali lagður niður í núverandi mynd

Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, segir að áætlanir geri ráð fyrir að á St. Jósefsspítala verði rekin öldrunarþjónusta og starfsemi hans flutt á Landsspítalann og til Keflavíkur þar sem aðstæður eru betri. Orðrómur hefur verið uppi um að að breyta eigi spítalanum í núverandi mynd í öldrunarstofnun. Á spítalanum eru framkvæmdar á ári hverju fjöldi skurðaðgerða og eru hátt í 1000 manns á biðlista eftir að komast að á spítalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×