Sjúkraflutningamönnum og sjúklingum stefnt í hættu 8. janúar 2009 21:20 Sjúkrabílar. Víða á landinu eru sjúkraflutningabílar mannaðir með einungis einum sjúkraflutningamanni. Stjórn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sendi frá sér ályktun vegna málsins nú undir kvöld þar sem varað er við þeim hugmyndum heilbrigðisstofnana að spara rekstrarkostnað með því að skerða þjónustu við sjúkraflutninga á landsbyggðinni. Til að tryggja öryggi sjúklinga og sjúkraflutningamanna megi ekki víkja frá þeirri lágmarkskröfu að ávallt séu tveir sjúkraflutningamenn í hverjum flutningi.Sjúkraflutningar munu aukast með fækkun heilbrigðisstofnana Sveinbjörn Berentsson, hjá Landssambandi slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, segir að nefna megi Borgarnes, Ólafsvík, Stykkishólm, Búðardal, Patreksfjörð sem dæmi um staði þar sem einungis einn maður er á hverjum sjúkrabíl. Nú sé rætt um þetta fyrirkomulag á Þórshöfn. „Í þessum tillögum sem heilbrigðisráðherra var að leggja fram um þessa samþjöppun í umdæmunum, að þá óneitanlega koma til með að aukast sjúkraflutningar veikra og slasaðra og þá um lengri leið. Og þá er náttúrlega bara ólíðandi að það sé verið að senda bara einn mann sem á bæði að aka bílnum og sinna þeim sem er verið að aka í bílnum," segir Sveinbjörn. Hann segir að það geti stefnt bæði sjúkraflutningamönnum og sjúklingum í voða að hafa einungis einn mann í bíl. „Það nægir ekkert í ófærð að vera einn. Svo ertu kannski fastur í skafli og þá þarftu kannski að losa bílinn og sinna einstaklingi á sama tíma," segir Sveinbjörn.Sjúkraflutningur tók sjö klukkustundir Sveinbjörn segir að Landssambandið hafi barist um árabil fyrir því að bætt yrði úr þessu fyrirkomulagi og að Landlæknir hafi beint þeim tilmælum að ávallt skyldu tveir sjúkraflutningamenn vera í hverjum bíl. Þá hafi heilbrigðisráðherra sagt í júlí árið 2007 að hann greiddi fyrir tvo sjúkraflutningamenn. „En svo virðist vera að einhverjar heilbrigðisstofnanir séu að nýta peninginn til annars en þessa," segir Sveinbjörn. Sveinbjörn segir dæmi um að það hafi tekið sjö klukkustundir að flytja sjúkling frá Þórshöfn til sjúkrahússins á Akureyri vegna þess að sjúkraflutningamaður hafi þurft að stöðva bílinn svo oft til að sinna fárveikum sjúklingi. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Víða á landinu eru sjúkraflutningabílar mannaðir með einungis einum sjúkraflutningamanni. Stjórn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sendi frá sér ályktun vegna málsins nú undir kvöld þar sem varað er við þeim hugmyndum heilbrigðisstofnana að spara rekstrarkostnað með því að skerða þjónustu við sjúkraflutninga á landsbyggðinni. Til að tryggja öryggi sjúklinga og sjúkraflutningamanna megi ekki víkja frá þeirri lágmarkskröfu að ávallt séu tveir sjúkraflutningamenn í hverjum flutningi.Sjúkraflutningar munu aukast með fækkun heilbrigðisstofnana Sveinbjörn Berentsson, hjá Landssambandi slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, segir að nefna megi Borgarnes, Ólafsvík, Stykkishólm, Búðardal, Patreksfjörð sem dæmi um staði þar sem einungis einn maður er á hverjum sjúkrabíl. Nú sé rætt um þetta fyrirkomulag á Þórshöfn. „Í þessum tillögum sem heilbrigðisráðherra var að leggja fram um þessa samþjöppun í umdæmunum, að þá óneitanlega koma til með að aukast sjúkraflutningar veikra og slasaðra og þá um lengri leið. Og þá er náttúrlega bara ólíðandi að það sé verið að senda bara einn mann sem á bæði að aka bílnum og sinna þeim sem er verið að aka í bílnum," segir Sveinbjörn. Hann segir að það geti stefnt bæði sjúkraflutningamönnum og sjúklingum í voða að hafa einungis einn mann í bíl. „Það nægir ekkert í ófærð að vera einn. Svo ertu kannski fastur í skafli og þá þarftu kannski að losa bílinn og sinna einstaklingi á sama tíma," segir Sveinbjörn.Sjúkraflutningur tók sjö klukkustundir Sveinbjörn segir að Landssambandið hafi barist um árabil fyrir því að bætt yrði úr þessu fyrirkomulagi og að Landlæknir hafi beint þeim tilmælum að ávallt skyldu tveir sjúkraflutningamenn vera í hverjum bíl. Þá hafi heilbrigðisráðherra sagt í júlí árið 2007 að hann greiddi fyrir tvo sjúkraflutningamenn. „En svo virðist vera að einhverjar heilbrigðisstofnanir séu að nýta peninginn til annars en þessa," segir Sveinbjörn. Sveinbjörn segir dæmi um að það hafi tekið sjö klukkustundir að flytja sjúkling frá Þórshöfn til sjúkrahússins á Akureyri vegna þess að sjúkraflutningamaður hafi þurft að stöðva bílinn svo oft til að sinna fárveikum sjúklingi.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira