Innlent

Rændi apótekið í Austurveri með sprautunál

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Eyþór
Kona vopnuð hnífi og sprautunál ógnaði starfsfólki í Lyf og heilsu í Austurveri við Háaleitsbraut á fjóra tímanum í dag. Hún komst undan með eitthvað af lyfum, að sögn lögreglu sem barst tilkynning um ránið klukkan 15:24. Lögregla handtók skömmu síðar fólk sem talið er tengjast málinu.

Að sögn lögreglu hefur dagurinn verið nokkuð annasamur. Meðal annars var brotist inn í fyrirtæki við Rauðarárstíg á ellefta tímanum í morgun og tölvum stolið. Þjófarnir komust þó ekki langt og handsamaði lögregla þá fyrir hádegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×