Innlent

Nítjándi mótmælafundur Radda fólksins

Raddir fólksins halda mótmælafund á Austurvelli klukkan 15 í dag. Yfirskrift fundarins er sem fyrr - Breiðfylking gegn ástandinu. Þetta er nítjandi mótmælafundurinn í röð og krafan er sú að stjórn Seðlabankans víki.

Ávörp flytja Elísabet Jónsdóttir ellilífeyrisþegi og Ágúst Guðmundsson leikstjóri.

Í tilkynningu segir að talsmenn Radda fólksins hafi átt fund með Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra, Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

,,Staða Seðlabankans og hústaka Davíðs Oddssonar var m.a. rædd á þessum fundum og ljóst að ráðherrar og forseti ASÍ eru sammála um þjóðhagslegt mikilvægi þess að leysa stjórnunarvanda Seðlabankans með öllum ráðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×