Fótbolti

Veigar Páll sat aftur á bekknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Veigar Páll í leik með íslenska landsliðinu.
Veigar Páll í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Veigar Páll Gunnarsson kom ekkert við sögu er Nancy gerði 1-1 jafntefli við Rennes á útivelli í frönsku úrvalsdeildinni í dag.

Það var Youssouf Hadji sem kom Nancy yfir á 55. mínútu leiksins en Rennes jafnaði undir lok leiksins. Nancy er nú í tíunda sæti deildarinnar með 29 stig, átján stigum á eftir toppliði Lyon.

Þetta var í annað skipti í síðustu fjórum leikjum sem Veigar Páll situr allan leikinn á varamannabekknum.

Hann lék síðari hálfleikinn í 2-0 tapi Nancy fyrir Auxerre um síðustu helgi og hefur samtals spilað í 56 mínútur síðan hann kom til Nancy um síðustu áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×