Innlent

Vilja landsbyggðarkonur á þing

Þingflokkur Samfylkingarinnar á fundi í janúar fyrr á þessu ári.
Þingflokkur Samfylkingarinnar á fundi í janúar fyrr á þessu ári.
,,Engin kona er þingmaður Samfylkingarinnar fyrir landsbyggðarkjördæmin þrjú. Þetta er staðreynd þrátt fyrir margyfirlýsta jafnréttisstefnu Samfylkingarinnar um að baráttan fyrir jafnrétti og kvenfrelsi sé órjúfanlegur hluti jafnaðarstefnunnar," segir í ályktun Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar.

Stjórn hreyfingarinnar skorar á kjördæmisráð flokksins um land allt að tryggja jafnræði kynja í forystusætum framboðslistanna fyrir þessar alþingiskosningar.

,,Minnt skal á ítrekaðar landsfundasamþykktir flokksins frá 2003 og 2005 þar sem því er heitið að viðhalda jafnréttismarkmiðum "hvarvetna innan flokksins" (2003) og að gripið skuli til "sérstakra aðgerða til að jafna hlut kynjanna" (2005)," segir í ályktun stjórnar kvennahreyfingarinnar.

Stjórn Kvennahreyfingarinnar vekur á því athygli að við stofnun Samfylkingarinnar árið 2000 voru kynjahlutföll jöfn í hópi þingmanna. Áratug síðar sé einungis þriðjungur þingmanna flokksins konur eða sex konur og tólf karlar. Við þetta verði ekki unað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×