Ragnheiður bæjarlistamaður Seltjarnarness 14. febrúar 2009 19:19 Í ræðu sinni sagði Sólveig Pálsdóttir (tv) formaður menningarnefndar Seltjarnarness að leikkonan hefði allt það til að bera sem prýtt gæti bæjarlistamann því ,,auk ótvíræðra hæfileika, listræns metnaðar og sannfæringar, þá einkennir einstök vandvirkni hvert hennar verk.” Ragnheiður Steindórsdóttir, leikkona, var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness fyrir árið 2009 við hátíðlega athöfn sem haldin var á bókasafni bæjarins. Ragnheiður sagðist vera bæði þakklát og snortin og taka við viðurkenningunni með miklu stolti. Hún gladdi síðan gesti með stuttu atriði úr ,,Sem yður þóknast" eftir Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdanarsonar og upplestri úr ,,Brekkukotsannál" eftir Halldór Laxness. Þá söng hún ásamt Felixi Bergsyni nokkur lög eftir bræðurna Jónas og Jón Múla Árnasyni við undirleik Jóhanns G. Jóhannssonar. Nafnbót bæjarlistamanns fylgir starfsstyrkur og ætlar Ragnheiður að takast það mikla verkefni á hendur að lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Seltjarnarneskirkju á föstudaginn langa. Þá mun hún koma fram við ýmis tilefni og uppákomur í bæjarfélaginu á árinu.34 ára ferill Ragnheiður Steindórsdóttir útskrifaðist frá The Bristol Old Vic Theare School árið 1975. Hún hefur verið fastráðin við Þjóðleikhúsið frá árinu 1983 og leikið þar fjölda hlutverka. Má þar nefna Ratched yfirhjúkrunarkonu í Gaukshreiðrinu, Nancy í Oliver, Fantine í Vesalingunum, Söru Brown í Gæjar og Píur, Siddý í Taktu lagið Lóa og Þórhildi í Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón eftir Vigdísi Grímsdóttur en fyrir það hlutverk var hún tilnefnd til menningarverðlauna DV. Ragnheiður á einnig að baki fjölmörg hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur svo sem Skáld-Rósu í samnefndu verki Birgis Sigurðssonar, Lillu í Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson og Abbie Putnam í Undir álminum. Hjá Leikfélagi Akureyrar steig hún á svið í hlutverki Elísu Dolittle í My fair Lady. Þá hefur Ragnheiður leikið í fjölmörgum útvarpsleikritum, sjónvarpsþáttum og í kvikmyndum. Má þar nefna BBC þáttaröðina Running Blind, íslensku myndirnar Útlaginn og Stóra planið, sjónvarpsþáttaraðirnar Fastir liðir eins og venjulega, Undir sama þaki, Svartir englar og Spaugstofan. Þessa dagana má sjá hana í hluverki Urðar saksóknara í Réttur.Ragnheiður er 13. bæjarlistamaðurinn Þetta er í 13 skipti sem bæjarlistamaður er útnefndur á Seltjarnarnesi. Fráfarandi bæjarlistamaður er Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður en meðal fyrri bæjarlistamanna eru Bubbi Morthens tónlistarmaður, Gunnar Kvaran sellóleikari, Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Jóhann Helgason tónlistarmaður og Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Ragnheiður Steindórsdóttir, leikkona, var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness fyrir árið 2009 við hátíðlega athöfn sem haldin var á bókasafni bæjarins. Ragnheiður sagðist vera bæði þakklát og snortin og taka við viðurkenningunni með miklu stolti. Hún gladdi síðan gesti með stuttu atriði úr ,,Sem yður þóknast" eftir Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdanarsonar og upplestri úr ,,Brekkukotsannál" eftir Halldór Laxness. Þá söng hún ásamt Felixi Bergsyni nokkur lög eftir bræðurna Jónas og Jón Múla Árnasyni við undirleik Jóhanns G. Jóhannssonar. Nafnbót bæjarlistamanns fylgir starfsstyrkur og ætlar Ragnheiður að takast það mikla verkefni á hendur að lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Seltjarnarneskirkju á föstudaginn langa. Þá mun hún koma fram við ýmis tilefni og uppákomur í bæjarfélaginu á árinu.34 ára ferill Ragnheiður Steindórsdóttir útskrifaðist frá The Bristol Old Vic Theare School árið 1975. Hún hefur verið fastráðin við Þjóðleikhúsið frá árinu 1983 og leikið þar fjölda hlutverka. Má þar nefna Ratched yfirhjúkrunarkonu í Gaukshreiðrinu, Nancy í Oliver, Fantine í Vesalingunum, Söru Brown í Gæjar og Píur, Siddý í Taktu lagið Lóa og Þórhildi í Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón eftir Vigdísi Grímsdóttur en fyrir það hlutverk var hún tilnefnd til menningarverðlauna DV. Ragnheiður á einnig að baki fjölmörg hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur svo sem Skáld-Rósu í samnefndu verki Birgis Sigurðssonar, Lillu í Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson og Abbie Putnam í Undir álminum. Hjá Leikfélagi Akureyrar steig hún á svið í hlutverki Elísu Dolittle í My fair Lady. Þá hefur Ragnheiður leikið í fjölmörgum útvarpsleikritum, sjónvarpsþáttum og í kvikmyndum. Má þar nefna BBC þáttaröðina Running Blind, íslensku myndirnar Útlaginn og Stóra planið, sjónvarpsþáttaraðirnar Fastir liðir eins og venjulega, Undir sama þaki, Svartir englar og Spaugstofan. Þessa dagana má sjá hana í hluverki Urðar saksóknara í Réttur.Ragnheiður er 13. bæjarlistamaðurinn Þetta er í 13 skipti sem bæjarlistamaður er útnefndur á Seltjarnarnesi. Fráfarandi bæjarlistamaður er Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður en meðal fyrri bæjarlistamanna eru Bubbi Morthens tónlistarmaður, Gunnar Kvaran sellóleikari, Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Jóhann Helgason tónlistarmaður og Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira