Innlent

Ók ölvaður á vegrið í Svínahrauni

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Lögreglan á Selfossi handtók mann á fjórða tímanum í nótt grunaðan um ölvunarakstur eftir að hann ók á vegrið í Svínahrauni. Maðurinn gistir fangageymslu og verður rætt við hann síðar í dag.

Rétt fyrir klukkan átta í morgun varð umferðaróhapp við Þjórsárbrú. Ökmaður missti stjórn á bifreið sinni vegna hálku og ók á vegrið. Enginn slasaðist í óhappinu en fjarlægja þurfti bifreiðina með kranabíl.

Maður grunaður um ölvunarakstur var handtekinn eftir stutta eftirför í Borgarnesi. Ökumaðurinn reyndi að komast undan á hlaupum en laganaverðir náðu að hlaupa hann uppi.

Klukkan 22 í gærkvöldi varð umferðaróhapp á Krossmóa í Njarðvík. Ökumaðurinn slasaðist ekki en er grunaður um ölvun við akstur. Þá ók ökumaður á fimmta tímanum í nótt á umferðarmerki á Hafnargötu í Keflavík. Hann slasaðist ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×