Innlent

Hulda þarf að skera niður um þrjá milljarða

Hulda Gunnlaugsdóttir.
Hulda Gunnlaugsdóttir.
Stjórnendur á Landsspítalanum þurfa að skera niður kostnað um tæpa þrjá milljarða á þessu ári, samkvæmt kröfum frá heilbrigðisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að um helmingur þessa sparnaðar komi til með því að lækka launakostnað. Til greina kemur að fækka starfsfólki. Erfitt verkefni, segir Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri spítalans. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Tillögur og niðurskurðinn voru kynntar á fundi sem stjórnendur Landspítalans héldu fyrr í vikunni með fulltrúum stéttarfélaga. Áætlanirnar gera ráð fyrir að spítalinn þurfi að spara um 2,6 milljarða króna á þessu ári.

Hulda segir að áætlun spítalans geri ráð fyrir að lækka launakostnað og yfirvinnu. Þá kemur til greina að fækka starfsfólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×