Enski boltinn

Hermann í byrjunarliði Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth.
Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Hermann Hreiðarsson hélt sæti sínu í byrjunarliði Portsmouth þó svo að Tony Adams, knattspyrnustjóri, hafi verið rekinn nú í vikunni.

Portsmouth mætir Manchester City í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Peter Crouch og David Nugent eru í fremstu víglínu hjá Portsmouth en þeir Elano, Craig Bellamy og Robinho hjá City.

Þá hófust þrír leiki í ensku bikarkeppninni nú klukkan 15.00.

Aron Einar Gunnarsson er í byrjunarliði Coventry sem leikur gegn úrvalsdeildarliði Blackburn á útivelli. Roque Santa Cruz hefur reyndar þegar komið Blackburn yfir í leiknum með marki á 2. mínútu.

Þá eigast einnig Sheffield United og Hull við sem og West Ham og Middlesbrough.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×