Innlent

Ammóníakleki við Grandagarð

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt fyrir klukkan átta í morgun vegna ammóníkleka í skipinu Lundey sem lá við gömlu höfnina í Grandagarði. Svæðinu var lokað í rúmlega hálfa klukkustund og þurfti að auki að loka veitingastaðnum Grandakaffi. Engin slys urðu á mönnum.

Verið var að þrífa lestar í Lundey þegar öryggislok gaf sig og við það varð minniháttar sprenging, að sögn slökkviliðs. Ammóníak komst í samband við heitt vatn og fór upp um lestarlúgunar og lagðist yfir Grandakaffi vegna vindáttar. Enginn slasaðist vegna lekans en fáeinir kvörtuðu vegna sviða í augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×