Innlent

Mikill fengur að magni og gæðum

Víðast hvar geta bændur hrósað happi yfir heyfengnum þetta árið.  fréttablaðið/gva
Víðast hvar geta bændur hrósað happi yfir heyfengnum þetta árið. fréttablaðið/gva

„Heyskapur hefur gengið mjög vel sunnanlands og að mestu leyti um vestan- og norðanvert landið. Ég veit hins vegar að uppskeran er minni norðaustanlands enda var þar eitthvað um kal í túnum."

Þetta segir Sigurður Loftsson, bóndi á Steinsholti í Gnúpverjahreppi og formaður Landssambands kúabænda.

Sigurður segir uppskeruna á sunnanverðu landinu - þar sem hann þekkir best til - mikla bæði að magni og gæðum. Heyið sé gott og sprettan mikil. Þó nokkrir séu farnir að taka annan slátt og alltaf sé töluvert um að menn slái túnin þrisvar yfir sumarið.

„Menn eru hættir að tala um seinni slátt því nokkuð er orðið um að menn slái þrisvar," segir Sigurður Loftsson bóndi.

- bþs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×