Innlent

Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli sjá um Reykjavíkurflugvöll

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Slökkviliðsmenn frá Keflavíkurflugvelli munu sinna viðbúnaðarþjónustu á Reykjavíkurflugvelli frá og með 1. mars 2010 en þá taka Flugstoðir ohf. við viðbúnaðarþjónustu á Reykjavíkurflugvelli af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Fram kemur í tilkynningu að með hliðsjón af fyrirhugaðri sameiningu Flugstoða ohf. og Keflavíkurflugvallar ohf. hafi fyrirtækin gert með sér samning vegna viðbúnaðarþjónustu á Reykjavíkurflugvelli.

„Með því að hefja samstarf fyrirtækjanna á þessu sviði gefst kostur á að meta möguleika á samlegð á sviði viðbúnaðarmála til framtíðar. Auk þess mun samstarfið leiða til samhæfingar verklags á flugvöllum landsins," segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×