Innlent

Fangi strauk af Litla-Hrauni í kvöld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fangi stökk yfir girðingu sem umlykur fangelsið. Mynd/ GVA.
Fangi stökk yfir girðingu sem umlykur fangelsið. Mynd/ GVA.
Fangi strauk af fangelsinu á Litla-Hrauni laust eftir klukkan sex í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var útivist hjá föngum þegar tveir fanganna tóku á rás og klifruðu yfir girðingu sem umlykur fangelsið. Fangavörður náði öðrum þeirra fyrir utan girðinguna en hinn hljóp í burtu.

Lögreglan á Selfossi segir að ákveðin viðbragðsáætlun hafi verið sett af stað. Vegir séu vaktaðir og leitað sé á Eyrarbakka. Lögreglan segir að vitað sé um hvaða mann ræðir.




Tengdar fréttir

Strokufanginn fundinn

Fanginn sem strauk af Litla Hrauni laust eftir klukkan sex í kvöld er fundinn. Hann fannst á Eyrarbakka um tveimur tímum eftir að hann strauk. Fanginn stökk ásamt félaga sínum yfir girðingu við fangelsið og komst þannig á brott. Félagi mannsins náðist strax en fangaverðir og lögreglumenn hófu samstundis leit að hinum fanganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×