Innlent

Samkomulag í burðarliðnum á Alþingi

MYND/Stefán

Þingfundi hefur verið frestað enn og aftur og nú er stefnt að því að fundurinn hefjist klukkan þrjú. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stefnt að því að fundurinn hefjist sannarlega á þeim tíma og að þá verði mælendaskrá í Icesave málinu tæmd.

Það muni taka um tvo klukkutíma og að því loknu er gert ráð fyrir stuttu hléi. Að því loknu munu forystumenn stjórnmálaflokkanna flytja lokaræður sínar. Síðan verði gengið til atkvæða. Fyrst verður greitt atkvæði um frávísunartillögu stjórnarandstöðunnar, þá um breytingartillögur við frumvarpið og að síðustu um fjórar greinar þess.

Gera má ráð fyrir að nafnakall verði viðhaft við flestar greinar og tillögur og að fjölmargir þingmenn muni vilja gera grein fyrir atkvæði sínu. Atkvæðagreiðslan gæti því staðið í um tvær klukkustundur.

Samkvæmt þessu gæti Icesave málinu lokið á Alþingi á milli klukkan átta og og níu í kvöld, verði málið samþykkt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×