Innlent

Forsetinn fær Icesave lögin á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon ætlar að láta forsetann hafa Icesave lögin á morgun. Mynd/ GVA.
Steingrímur J. Sigfússon ætlar að láta forsetann hafa Icesave lögin á morgun. Mynd/ GVA.
Steingrímur J. Sigfússon ætlar að fara með Icesave lögin til forseta Íslands á morgun.

Venju samkvæmt verður haldinn ríkisráðsfundur á Bessastöðum og þar staðfestir forsetinn lög sem samþykkt hafa verið á Alþingi. Steingrímur sagði, í samtali við fréttastofu RÚV í kvöld, að ef Icesave frumvarpið yrði afgreitt á Alþingi í kvöld myndi hann fara með lögin á ríkisráðsfund. Hann reiknaði með að málið fengi frumstaðfestingu þar.

Á fjórða tug þúsunda Íslendinga hafa skrifað nafn sitt við áskorun Indefence um að forsetinn synji lögunum staðfestingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×