Innlent

Þorskeldi fari í umhverfismat

Meta þarf umhverfisáhrifin af fyrirhuguðu þorskeldi í Skutulsfirði.
Meta þarf umhverfisáhrifin af fyrirhuguðu þorskeldi í Skutulsfirði.
Skipulagsstofnun telur að fyrirhugað 900 tonna þorskeldi í Skutulsfirði við Ísafjarðarbæ kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli háð mati á umhverfis­áhrifum.

Fyrirtækið Álfsfell, sem nú elur 200 tonn á ári af þorski í Skutulsfirði, hefur áform um að meira en fjórfalda framleiðslu sína. Í áliti Skipulagsstofnunar segir að niðurstaða um mat á umhverfisáhrifum byggist meðal annars á vísbendingum um að eldisstarfsemi í Skutulsfirði hafi nú þegar haft neikvæð áhrif á botndýralíf.- pg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×