Erlent

Lögregla endurskapar andlit manns sem sprengdi sig upp

Níu létust í sprengingunum tveimur.
Níu létust í sprengingunum tveimur. Mynd/ AFP
Lögreglan í Indónesíu segist vera endurskapa andlit manns sem sprengdi sig í loft upp á lúxushóteli í höfuðborg landsins, Jakarta, í vikunni. Lögreglan notast meðal annars við líkamsleifar mannsins og freistar þess að finna út hver hann var til þess að átta sig á hvort einhverjar tengingar séu við hópa öfgafullra íslamista.

9 manns létust í tveimur sprengjutilræðunum á föstudaginn og 53 særðust. Grunur leikur á að Jemiah Islamia hópurinn standi á bakvið sprengingarnar en það er sami hópur og bar ábyrgð á sprengingunum á Bali árið 2005 þar sem meira 200 manns létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×