Innlent

Undirrituðu Evrópusáttmála um jafna stöðu kynjanna

Við undirritunina í dag.
Við undirritunina í dag.
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að skrifa undir Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla. Þau sveitarfélög sem undirrita sáttmálann skuldbinda sig formlega til að virða grundvallarregluna um jafnrétti kvenna og karla. Undirritunin er liður í að styðja við það öfluga jafnréttisstarf sem ríkt hefur innan borgarinnar og fellur vel að því forystuhlutverki sem Reykjavíkurborg hefur verið í á undanförnum áratugum að því er varðar jafnrétti kynjanna.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þá segir ennfremur að boring hafi skuldbundið sig til að gera aðgerðaráætlun sína og önnur opinber göng sem skipta máli aðgegngileg svo leggja megi mat á árangur.

„Það var í framhaldi af tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, sem einróma var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur, að mannréttindaráði var falið að kanna hvort Reykjavíkurborg fullnægði öllum skilyrðum til að gerast aðili umrædds sáttmála. Skoðun mannréttindaráðs leiddi í ljós að Reykjavíkurborg fullnægir öllum þeim skilyrðum, en sveitarfélögin sem undirrita sáttmálann er ætlað að vinna aðgerðaráætlun í jafnréttismálum þar sem verkefnum er forgangsraðað. Sáttmálinn fellur vel að mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og er nú þegar unnið að mörgum ákvæðum hans. Jafnréttisstofa veitir sveitarfélögum faglega aðstoð við innleiðingu sáttmálans. Undirritun felur í sér aðgang að tengslaneti evrópskra sveitarfélaga um jafnréttismál og gefst því Reykjavíkurborg tækifæri til að miðla sinni reynslu í jafnréttismálum og læra af reynslu annarra. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Evrópusamtaka sveitarfélaga og héraða þá hafa 903 borgir og sveitarfélög í Evrópu undirritað sáttmálann. Má þar nefna Helsinki, Stokkhólm og Aþenu," segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×