Innlent

Hátíðardagskrá Ögmundi til heiðurs

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson

félagsmál Þriggja daga þing BSRB, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, verður sett á Grand hóteli á morgun.

Yfirskrift þingsins er: Framtíð byggð á jöfnuði, atvinnu, velferð og réttlæti en verkefni þess er að móta stefnu bandalagsins til næstu þriggja ára. Þingfulltrúar eru um 260.

Árni Stefán Jónsson

Þá liggur fyrir þinginu að kjósa nýjan formann en Ögmundur Jónasson lætur af því starfi eftir rúmlega tuttugu ára formennsku.

Ögmundur ávarpar þingið við setningu þess í fyrramálið og síðdegis á morgun verður sérstök hátíðardagskrá í Háskólabíói honum til heiðurs.

Arna Jakobína Björnsdóttir

Meðal þeirra sem fram koma eru Pétur Gunnarsson rithöfundur, Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, BSRB kórinn og Lúðrasveit verkalýðsins.

Þau sem sækjast eftir formennsku hafa öll gegnt trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar um nokkurn tíma og sitja í stjórn BSRB

Elín Björg Jónsdóttir

Arna Jakobína Björnsdóttir er formaður Kjalar, en starfssvæði félagsins er í Borgarbyggð, Húnavatnssýslum og við Eyjafjörð.

Árni Stefán Jónsson er formaður SFR sem áður hét Starfsmannafélag ríkisstofnana. Hann hefur gegnt formennsku í BSRB síðan Ögmundur fór í leyfi er hann varð ráðherra í febrúar.

Elín Björg Jónsdóttir er formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi.

- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×