Skuldum vafin þjóð eykur á skuldir sínar 20. október 2009 06:00 Málin rædd Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stungu saman nefjum undir umræðum um AGS á þingi í gær. Ragnheiður Elín Árnadóttir hló. fréttablaðið/pjetur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fann samstarfi stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) flest til foráttu í umræðum um samstarfið utan dagskrár á Alþingi í gær. Sagði hann margt hafa breyst síðan stofnað var til samstarfsins fyrir um ári og margir hafi orðið til að benda á að aðkoma sjóðsins að málum hér sé ekki endilega nauðsynleg lengur. Vakti hann athygli á yfirlýsingu Breta og Hollendinga um að með nýjum Icesave-samningi yrði liðkað fyrir endurskoðun AGS á efnahagsáætlun Íslands. Sigmundur spurði hvers vegna stjórnvöld legðu jafnmikið á sig og raun bæri vitni um til að njóta aðstoðar sjóðsins, það er að gefast upp gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave-málinu. Aðstoð AGS væri slæm fyrir efnahagslífið; ekki sé hægt að styrkja gengi krónunnar til langs tíma með lántökum og vextir séu hér hærri en annars staðar. „Þjóðin er fyrst og fremst í skuldakreppu, af hverju er þá verið að auka skuldirnar?“ spurði Sigmundur. Allt væri gert fyrir AGS en allt ynni það gegn hagsmunum þjóðarinnar. Kallaði hann stjórnarsamstarfið banvænt faðmlag vinstri flokkanna sem myndi leiða þjóðina til glötunar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra valdi þá leið að svara ekki ávirðingum Sigmundar heldur rekja í grófum dráttum efnahagsáætlun Íslands og AGS og stöðu hennar. Sagði hann margt benda til að dregið hafi úr lánsfjárþörf en engu að síður þyrfti að taka umtalsverð erlend lán. Ekkert benti til að í boði væru hagstæðari lán en þau sem þegar hefur verið samið um á pólitískum forsendum. Steingrímur sagði óþolandi hve endurskoðunin hefði tafist og fullyrti að kvörtunum hefði margsinnis verið komið á framfæri við sjóðinn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, rifjaði upp að Steingrímur hefði fyrir ári kallað það fjárkúgun ef tengsl væru milli AGS og Icesave. Nú hefði komið á daginn að svo hefði verið í pottinn búið. Vildi hann skýringar á viðhorfsbreytingu Steingríms en fékk ekki. Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni kvaðst telja að greiðsluþrot þjóðarbúsins verði varla umflúið ef ekki kemur til endurskoðunar á samstarfinu við AGS. Sagði hún ráð sjóðsins eins og termíta á innviði velferðarsamfélagsins og tímabært væri að afþakka aðstoð hans. Þeir þingmenn stjórnarflokkanna sem til máls tóku voru almennt þeirrar skoðunar að samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn væri gagnrýnivert en engu að síður nauðsynlegt. Óraunhæft væri að ætla að Ísland vinni sig út úr erfiðleikunum án aðstoðar AGS. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fann samstarfi stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) flest til foráttu í umræðum um samstarfið utan dagskrár á Alþingi í gær. Sagði hann margt hafa breyst síðan stofnað var til samstarfsins fyrir um ári og margir hafi orðið til að benda á að aðkoma sjóðsins að málum hér sé ekki endilega nauðsynleg lengur. Vakti hann athygli á yfirlýsingu Breta og Hollendinga um að með nýjum Icesave-samningi yrði liðkað fyrir endurskoðun AGS á efnahagsáætlun Íslands. Sigmundur spurði hvers vegna stjórnvöld legðu jafnmikið á sig og raun bæri vitni um til að njóta aðstoðar sjóðsins, það er að gefast upp gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave-málinu. Aðstoð AGS væri slæm fyrir efnahagslífið; ekki sé hægt að styrkja gengi krónunnar til langs tíma með lántökum og vextir séu hér hærri en annars staðar. „Þjóðin er fyrst og fremst í skuldakreppu, af hverju er þá verið að auka skuldirnar?“ spurði Sigmundur. Allt væri gert fyrir AGS en allt ynni það gegn hagsmunum þjóðarinnar. Kallaði hann stjórnarsamstarfið banvænt faðmlag vinstri flokkanna sem myndi leiða þjóðina til glötunar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra valdi þá leið að svara ekki ávirðingum Sigmundar heldur rekja í grófum dráttum efnahagsáætlun Íslands og AGS og stöðu hennar. Sagði hann margt benda til að dregið hafi úr lánsfjárþörf en engu að síður þyrfti að taka umtalsverð erlend lán. Ekkert benti til að í boði væru hagstæðari lán en þau sem þegar hefur verið samið um á pólitískum forsendum. Steingrímur sagði óþolandi hve endurskoðunin hefði tafist og fullyrti að kvörtunum hefði margsinnis verið komið á framfæri við sjóðinn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, rifjaði upp að Steingrímur hefði fyrir ári kallað það fjárkúgun ef tengsl væru milli AGS og Icesave. Nú hefði komið á daginn að svo hefði verið í pottinn búið. Vildi hann skýringar á viðhorfsbreytingu Steingríms en fékk ekki. Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni kvaðst telja að greiðsluþrot þjóðarbúsins verði varla umflúið ef ekki kemur til endurskoðunar á samstarfinu við AGS. Sagði hún ráð sjóðsins eins og termíta á innviði velferðarsamfélagsins og tímabært væri að afþakka aðstoð hans. Þeir þingmenn stjórnarflokkanna sem til máls tóku voru almennt þeirrar skoðunar að samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn væri gagnrýnivert en engu að síður nauðsynlegt. Óraunhæft væri að ætla að Ísland vinni sig út úr erfiðleikunum án aðstoðar AGS. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira