Erlent

Á annað hundrað látnir í óeirðum í Kína

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Slasaður maður á götu í Urumqui.
Slasaður maður á götu í Urumqui. MYND/Reuters/CCTV

Að minnsta kosti 140 eru látnir og hátt í þúsund slasaðir eftir óeirðir í Xinjiang-héraðinu í Kína í gær. Þar kom til átaka milli úigúia og Han-Kínverja en þeir fyrrnefndu telja sér mismunað í kínverska samfélaginu. Bílar voru brenndir og margs konar spjöll framin í Urumqui, höfuðborg Xinjiang-héraðs. Óeirðasveitir lögreglu mættu á vettvang og handtóku mörg hundruð manns og hefur öll umferð nú verið bönnuð á götum borgarinnar uns ró kemst á aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×