Fótbolti

Haraldur spilaði í sigri Apollon

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haraldur Freyr Guðmundsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu.
Haraldur Freyr Guðmundsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Apollon Limassol vann í dag 5-1 sigur á AEK Larnaka á heimavelli í kýpversku úrvalsdeildinni.

Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn í liði Apollon rétt eins og á síðasta sunnudag en hann gekk til liðs við félagið frá norska liðinu Álasundi í síðasta mánuði.

Apollon er nú með 35 stig eftir 20 leiki og er í fjórða sæti deildarinnar. Liðið er þó nokkuð frá næstu liðum fyrir ofan en Omonia Nikosia og Apoel Nikosia eru í efstu tveimur sætunum með 51 stig. Anorthosis Famagusta er í þriðja sæti með 47 stig.

AEK Larnaka er í þrettánda og næstneðsta sæti deildarinar með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×