Ósætti um íslenska tískuviku 22. ágúst 2009 10:30 Steinunn Sigurðardóttir vill að Fatahönnunarfélag Íslands fái afnot af nafninu Iceland Fashion Week.Fréttablaðið/hari Mikil umræða hefur skapast í kringum viðburðinn Iceland Fashion Week og eru Gunnar Hilmarsson, formaður Fatahönnunarfélags Íslands, og Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður, í hópi þeirra hönnuða sem eru óánægðir með viðburðinn. „Annars staðar í heiminum eru tískuvikur settar upp í samvinnu við fatahönnunarfélag þess lands, það er ekki tilfellið hér með Iceland Fashion Week. Okkur finnst við þurfa að vekja athygli á því að þetta er starfsgrein sem fólk hefur lífsviðurværi sitt af og því ætti ekki hver sem er að fá að ráðast í verkefni sem þetta," segir Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður. Hún er ósátt við Iceland Fashion Week sem Kolbrún Aðalsteinsdóttir ráðgerir að halda í október. Nokkra athygli hefur vakið að engir íslenskir fatahönnuðir taka þátt í tískuvikunni og hefur Fréttablaðið áður sagt frá óánægju íslenskra hönnuða með hana. Harpa Einarsdóttir stofnaði til að mynda hóp á Facebook þar sem rúmlega átta hundrað manns hafa lýst sig andsnúna Iceland Fashion Week í núverandi mynd. „Þegar erlendir fatahönnuðir og blaðamenn fá boðskort á Iceland Fashion Week þá gera þeir ráð fyrir að viðburðurinn sé unninn í samvinnu við Fatahönnunarfélagið sem auglýst er en í þessu tilfelli er það ekki. Við óttumst að þetta muni skaða þá miklu vinnu sem við höfum sett í að byggja upp fatahönnunariðnaðinn hér á landi," segir Gunnar Hilmarsson, formaður Fatahönnunarfélags Ísland, og tekur fram að hlutverk félagsins sé að styrkja stöðu íslenskra hönnuða á alþjóðamarkaði og koma hönnuðum á framfæri. „Um fimmtíu manns eru skráðir í félagið, flestir eru í útflutningi á vörum sínum og því er mikilvægt að verja orðspor okkar á erlendri grundu. Fatahönnunarfélagið ætti að eignast Iceland Fashion Week og gera þetta faglega. Þeir sem lifa og hrærast í þessum heimi vita að það er það sem skiptir mestu máli," segir Steinunn. Hún segir að það kæmi til greina að gera þetta undir öðru nafni eins og stungið hefur verið upp á, en telur að það muni aðeins valda ruglingi. Gunnar samsinnir þessu og bætir við að það sé ekki nóg að halda góða tískusýningu, heldur verði hún að vera frábær og fagmannleg. „Alls staðar annars staðar mundi það hljóma út í hött að halda tískuviku án fatahönnuða," segir Gunnar að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast í kringum viðburðinn Iceland Fashion Week og eru Gunnar Hilmarsson, formaður Fatahönnunarfélags Íslands, og Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður, í hópi þeirra hönnuða sem eru óánægðir með viðburðinn. „Annars staðar í heiminum eru tískuvikur settar upp í samvinnu við fatahönnunarfélag þess lands, það er ekki tilfellið hér með Iceland Fashion Week. Okkur finnst við þurfa að vekja athygli á því að þetta er starfsgrein sem fólk hefur lífsviðurværi sitt af og því ætti ekki hver sem er að fá að ráðast í verkefni sem þetta," segir Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður. Hún er ósátt við Iceland Fashion Week sem Kolbrún Aðalsteinsdóttir ráðgerir að halda í október. Nokkra athygli hefur vakið að engir íslenskir fatahönnuðir taka þátt í tískuvikunni og hefur Fréttablaðið áður sagt frá óánægju íslenskra hönnuða með hana. Harpa Einarsdóttir stofnaði til að mynda hóp á Facebook þar sem rúmlega átta hundrað manns hafa lýst sig andsnúna Iceland Fashion Week í núverandi mynd. „Þegar erlendir fatahönnuðir og blaðamenn fá boðskort á Iceland Fashion Week þá gera þeir ráð fyrir að viðburðurinn sé unninn í samvinnu við Fatahönnunarfélagið sem auglýst er en í þessu tilfelli er það ekki. Við óttumst að þetta muni skaða þá miklu vinnu sem við höfum sett í að byggja upp fatahönnunariðnaðinn hér á landi," segir Gunnar Hilmarsson, formaður Fatahönnunarfélags Ísland, og tekur fram að hlutverk félagsins sé að styrkja stöðu íslenskra hönnuða á alþjóðamarkaði og koma hönnuðum á framfæri. „Um fimmtíu manns eru skráðir í félagið, flestir eru í útflutningi á vörum sínum og því er mikilvægt að verja orðspor okkar á erlendri grundu. Fatahönnunarfélagið ætti að eignast Iceland Fashion Week og gera þetta faglega. Þeir sem lifa og hrærast í þessum heimi vita að það er það sem skiptir mestu máli," segir Steinunn. Hún segir að það kæmi til greina að gera þetta undir öðru nafni eins og stungið hefur verið upp á, en telur að það muni aðeins valda ruglingi. Gunnar samsinnir þessu og bætir við að það sé ekki nóg að halda góða tískusýningu, heldur verði hún að vera frábær og fagmannleg. „Alls staðar annars staðar mundi það hljóma út í hött að halda tískuviku án fatahönnuða," segir Gunnar að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira