Innlent

Eldfossar í Súgandisey

Stykkishólmur á Snæfellsnesi.
Stykkishólmur á Snæfellsnesi. Mynd/Vilhelm

Milli fjögur og fimm þúsund manns eru nú í Stykkishólmi þar sem fjölskylduhátíðin Danskir dagar fer fram um helgina og leikur veðrið við gesti, að sögn aðstandenda. Hámarki nær hátíðin með bryggjuballi í kvöld og flugeldasýningu úr Súgandisey við höfnina á miðnætti. Meðal annars verða eldfossar myndaðir utan í klettum eyjunnar. Á morgun klæða Hólmarar sig upp og tala dönsku, eins og sagt er hafi verið tíðkað forðum á sunnudögum í Stykkishólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×