Enski boltinn

Ferguson: Þýðir ekkert að slaka á

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að leikmenn hafi ekki efni á að slaka á þrátt fyrir sterka stöðu liðsins í deildinni.

United er með fjögurra stiga forystu á bæði Chelsea og Liverpool en á þó tvo leiki til góða. Liðið mætir Newcastle á útivelli í kvöld.

Ferguson bendir á stöðu Barcelona máli sínu til stuðnings en liðið hefur misst dágott forskot sitt á Real Madrid í toppbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar.

„Barcelona hefur verið að spila á laugardegi, miðvikudegi og svo aftur á laugardegi síðan í janúar," sagði Ferguson. „Liðið var með ellefu stiga forskot en er nú með fjögur stig á næsta lið. Liðið tapaði einnig sínum fyrsta leik á tímabilinu eftir að þeir komust yfir."

„Þetta er viðvörun. Þeir eru með nægilega stóran leikmannahóp en þetta sýnir að ef maður slakar á bensíngjöfinni þá getur það endað illa."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×