Innlent

Guðni formannsframbjóðandi fer fram í Reykjavík

Guðni Halldórsson.
Guðni Halldórsson.
Guðni Halldórsson, formannsframbjóðandi í Frjálslynda flokknum, hefur hefur hætt við að gefa kost á sér í efsta sætið í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi og sækjast þess í stað eftir forystusæti í Reykjavík.

,,Ég hafði áður ákveðið að bjóða mig fram í prófkjörinu en eftir samtöl við stuðningsmenn mína í flokknum, tel ég að það fari betur að kraftar mínir nýtist í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Ég dreg mig þess vegna úr prófkjörinu og hef tilkynnt formanni kjörnefndar flokksins í Norðvesturkjördæmi þar um. Ég mun því óska eftir efsta sætinu í öðru hvoru Reykjavíkur-kjördæmanna," segir Guðni.

Guðni mun á næstu dögum kynna stefnumál sín vegnna framboðs til formennsku og verða fundarstaðir og tímasetningar kynnt nánar á næstu dögum.


Tengdar fréttir

Guðjón Arnar fær mótframboð í formanninn

Guðni Halldórsson 35 ára viðskiptalögfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Frjálslynda flokknum á landsþingi flokksins sem haldið verður í Stykkihsólmi dagana 13.-14. mars nk. Hann hefur einnig ákveðið að bjóða sig fram í efsta sætið í prófkjöri Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi sem fram fer vikuna 2.-8. mars nk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×