Innlent

Minnir þingmenn Samfylkingarinnar á stefnu flokksins

Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, minnir flokksfélaga sína á þingi á stefnu flokksins og sérstaklega á þann hluta hennar sem fjallar um lýðræðismál. Hún segir flokksfélaga um land uggandi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Hlusti kjörnir fulltrúar ekki á raddir fólksins fá þeir umboð sitt ekki endurnýjað.

Oddný segir í pistli á heimasíðu Samfylkingarinnar að ekki nægi að eiga góða stefnu geymda á heimasíðu. „Ef kjörnir fulltrúar láta ekki verkin tala í anda Samfylkingarinnar, hlusta ekki á raddir fólksins og tryggja ekki gagnsæi og samráð, munu lýðræðiselskandi flokksmenn sjá til þess að þeir fá ekki umboð sitt endurnýjað. Það er lifandi lýðræði."

Samfylkingarfólk um allt land er uggandi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar, stjórnarsamstarfsins og skorts á kraftmikilli umræðu um lýðræðislegar umbætur, að mati Oddnýjar.

„Samfylkingarfólk um allt land veit þó mæta vel að ef félagshyggjufólks nyti ekki við, við stjórnvölinn, væri búið að ganga enn harðar fram í niðurskurði til velferðarmála. En þráðurinn sem bindur Samfylkingarfólk saman er ofinn úr lýðræði, það geta kjörnir fulltrúar flokksins hvorki hundsað né skellt skollaeyrum við."

Pistil Oddnýjar er hægt að lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×