Innlent

Skíðasvæðið á Siglufirði opið - gott færi

MYND/Ljósmyndasafn Siglufjarðar

Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá kl 16-20 við frábærar aðstæður. Í tilkynningu frá skíðasvæðinu segir að verður og færi séu eins og best verði á kosið, S-gola, -6c° og heiðskírt.

Skíðasvæðið á Siglufirði hefur verið opið frá öðrum nóvember í 46 daga og hafa vel á annað þúsund gesta sótt svæðið heim. Þrjár lyftur eru á svæðinu sem eru samtals tveir kílómetrar að lengd og brekkulengdin er um það bil 2,3 kílómetrar.

„Nú er veðurspá mjög hagstæð hér hjá okkur svo það um að gera að drífa sig norður á skíði," segir ennfremur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×