Erlent

Rússar björguðu hollensku skipi undan sjóræningjum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Rússneskt herskip bjargaði hollensku gámaflutningaskipi naumlega undan sómölskum sjóræningjum á Aden-flóa á þriðjudaginn.

Tveir eða þrír sjóræningjabátar veittu flutningaskipinu eftirför og skutu úr sprengjuvörpum á það. Rússneska skipið réðist þá til atlögu og brast þegar flótti í lið ræningjanna sem tókst að forða sér áður en Rússar gripu til vopna. Alþjóðasiglingaeftirlitsstofnunin greindi frá þessu í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×