Innlent

Gefa út meðferðarleiðbeiningar vegna piparúða

Frá Hótel Borg á gamlársdag.
Frá Hótel Borg á gamlársdag.

Eitrunarmiðstöð Landspítalns hefur birt meðferðarleiðbeiningar fyrir piparúða og táragas. ,,Nokkuð hefur verið um að leitað hafi verið til eitrunarmiðstöðvarinnar á slysa- og bráðasviði LSH vegna vandamála sem tengjast þessum efnum," segir á vef spítalans. Leiðbeiningarnar eru notaðar á slysa- og bráðasviði af starfsmönnum fyrir sjúklinga sem koma til meðferðar vegna efnanna.

Stutt er síðan að fulltrúi Vinstri grænna í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur lagði fram fyrirspurn á fundi nefndarinnar um notkun lögreglunnar í Reykavík á piparúða. Óskað var eftir upplýsingum um það hvaða efni er í þeim úða sem lögreglan notar gegn borgurum þar sem mótmæli eru höfð frammi. Þá var einnig spurt hvort til væru leiðbeiningar á vegum heilbrigðiseftirlitsins hvernig bregðast eigi við heilsufarslegum áhrifum af slíkum úða.

Í leiðbeiningunum kemur fram að einkenni komi fljótt fram en vara yfirleitt stutt, 20 til 30 mínútur. En geta einnig varað dögum saman. Astmasjúklingar og aðrir með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma eru sagðir viðkvæmari fyrir notkun piparúða og táragass.

Meðferð vegna piparúða byggist á að hreinsa efnið í burtu og draga þannig úr sársauka. Eitrunarmiðstöðin segir að best sé að nota vatn og sápu fyrir húð en saltvatn fyrir augu.

Starfsemenn á slysa- og bráðasviði eru beðnir um að fylgjast með öndunarfæraeinkennum og gefa viðkomandi súrefni. Þá er þeim bent á að nota hlífðarfatnað við umönnun sjúklings vegna mengunarhættu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×