Erlent

Erindreki Obama til Ísraels og Palestínu

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Barack Obama forseti.
Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Barack Obama forseti.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur ákveðið að senda erindreka til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs sem fyrstu skref ríkisstjórnar hans til að koma friðarferlinu í gang á nýjan leik og styðja við ótryggt vopnhlé Ísraela og liðsmanna Hamas á Gazaströndinni.

Sendifulltrúi Obama er George Mitchell, fyrrverandi öldungardeildarþingmaður, og er búist við að hann heimsæki eftir helgi Egyptaland, Jórdaníu, Ísrael og Vesturbakkann í Palestínu sem er á áhrifasvæði Fathahreyfingarinnar.

Mitchell mun ekki eiga samskipti við forsvarsmenn Hamas sem fara með öll völd á Gazaströndinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×