Innlent

Frumvarp um fækkun ráðuneyta lagt fram síðar á árinu

Forystumenn ríkisstjórnarinnar.
Forystumenn ríkisstjórnarinnar. Mynd/Anton Brink

Frumvarp um fækkun ráðuneyta úr 12 í 9 verður lagt fyrir Alþingi í lok þessa árs líkt og boðað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

„Í ljósi umtalsverðra breytinga á íslensku samfélagi á undanförnum árum og vegna breyttrar stöðu ríkissjóðs í kjölfar bankahruns og efnahagssamdráttar er tímabært að endurskoða skipulag ríkisrekstrar í heild sinni," segir á vef forsætisráðuneytisins.

Í frumvarpinu sem lagt verður fyrir Alþingi í lok ársins verður kveðið á um sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Í tengslum við það verður endurskoðuð verkaskipting milli nýs atvinnuvegaráðuneytis og umhverfisráðuneytis með stofnun umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

Í framhaldi af því verður unnið að því að félags- og tryggingamálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti sameinist í velferðarráðuneyti og dóms- og mannréttindaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti sameinist í innanríkisráðuneyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×