Innlent

Bætur til foreldra skertar

Mynd/Stefán Karlsson

29,6 milljarðar verða greiddir frá ríkinu til Atvinnuleysistryggingasjóðs á næsta ári, samkvæmt áætlun fjárlagafrumvarpsins. Það er aukning um 12 milljarða frá þessu ári eða 67,6 prósent. Framlögin miðast við 10,6 prósenta atvinnuleysi á næsta ári, sem þýðir að 17.400 manns verði að jafnaði án atvinnu. Framlög til Vinnumálastofnunar verða einnig aukin um 24,9 prósent, úr um 230 í um 285 milljónir.

Fjárveiting í bætur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna verður hins vegar skert um 35,9 prósent, og verður alls 104 milljónir í stað 162 milljóna á þessu ári. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins segir að útgjöld vegna þessara bóta hafi reynst mun lægri en áætlað var. - pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×