Innlent

Arnkötludalur loksins opnaður

Langþráður vegur um Arnkötludal, sem Vegagerðin nefnir Tunguheiði, var opnaður umferð klukkan fjögur í dag. Þar með styttist leiðin milli Hólmavíkur og Reykjavíkur um fjörutíu kílómetra og samfellt bundið slitlag er komið á milli Ísafjarðar og höfuðborgarinnar. Formleg vígsluathöfn er áformuð á föstudag eftir viku, þann 9. október.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×