Innlent

Býst við að niðurskurðurinn hafi áhrif á langveik börn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjárveiting í bætur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna verður skert um tæp 36% og verður 104 milljónir á næsta ári í stað 162 milljóna á þessu ári. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu sem fjármálaráðherra kynnti í gær.

Leifur Bárðarson, formaður Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, segir að málið hafi ekki enn verið rætt í stjórn félagsins. „Það hefur ekki verið haldinn neinn stjórnarfundur eða neitt svoleiðis," segir Leifur. Hann segist búast við því að þessi niðurskurður hafi áhrif á þá sem hafa notið bóta. Því megi búast við einhverjum viðbrögðum frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×