Innlent

Ráðherra ræðir olíuleit á fundi iðnaðarnefndar

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra.
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra. Mynd/Anton Brink
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, verður meðal gesta á fundi iðnaðarnefndar Alþingis á mánudagsmorgun. Á fundinum verður rætt um viljayfirlýsingu vegna atvinnuuppbyggingar á Norðurlandi og olíuleit á Drekasvæðinu.

„Iðnaðarráðherra mun koma fyrir nefndina og gera grein fyrir stöðu mála," segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og varaformaður iðnaðarnefndar. Hún segir að ekki liggi fyrir hvaða aðrir gestir komi á fund nefndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×