Innlent

Húsleit á Árborgarsvæðinu

Mynd/Anton Brink

Lögreglan á Selfossi lagði hald á ætluð amfetamín eftir húsleit á Árborgarsvæðinu í dag. Lögreglan á Selfossi hefur ekki yfir fíknahundi að ráða en við húsleitina í dag naut hún aðstoðar fíkniefnahunds af Litla-Hrauni.

Ekki fengust upplýsingar hjá lögreglu um magn ætluðu fíkniefnanna, nákvæma staðsetningu þar sem húsleitin var framkvæmd eða hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×