Líf drapst úr ofsahræðslu - verður jörðuð síðdegis Valur Grettisson skrifar 29. apríl 2009 14:06 Hreindýr. Myndin er ekki af Líf. Hreindýrakálfurinn Líf drapst í gær. Hún verður jarðsett síðdegis í dag. Við krufningu kom í ljós að það var hvítvöðasýki sem dró hana til dauða. Hún orsakast meðal annars af ofsahræðslu. Bóndakonan Dagbjört Briem Gísladóttir var miður sín þegar Vísir ræddi við hana. „Ég er fullorðin manneskja og búinn að sjá mikið, en ég höndla þetta ekki," sagði Dagbjört sem var að vinna í Lyfju þegar blaðamaður náði tali af henni. Hún var eyðilögð yfir missinum, enda höfðu íbúar á bænum Sléttu bundist Líf miklum tilfinningaböndum. Dagbjört telur að ástæðan fyrir hvítvöðasýki Lífar að klaufarnar voru klipptar fyrir tveimur vikum síðan. Að sögn Dagbjartar var það í fyrsta skiptið sem dýrið var beitt þvingunum. „Ég tel að það hafi orsakað þetta ferli," sagði Dagbjört miður sín. Dagbjört var þreytt þegar við hana var rætt. Hún vakti með Líf síðustu nóttina og það tók á, tilfinningalega og andlega. Það var svo í gær sem dýrið fékk krampa og lífsneistinn slökknaði. Dagbjört hefur þurft að berjast fyrir tilverurétti Lífar. Hún gagnrýndi Umhverfisstofnun harkalega þegar þeir sendu henni bréf þar sem stóð að aflífa þyrfti dýrið ef hún myndi ekki sækja um tilskilin leyfi. Gagnrýnin hafði sín áhrif, reyndar slík að umhverfisráðherrann sjálfur, Kolbrún Halldórsdóttir, fór austur á land til þess að heimsækja kálfinn og Dagbjörtu. „Ég átti þetta dýr, það átti stað í hjarta mínu sem verður ekki fyllt á ný," sagði Dagbjört með ekka í röddu og bætti við: „Við jörðum hana svo síðdegis." Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Hreindýrakálfurinn Líf drapst í gær. Hún verður jarðsett síðdegis í dag. Við krufningu kom í ljós að það var hvítvöðasýki sem dró hana til dauða. Hún orsakast meðal annars af ofsahræðslu. Bóndakonan Dagbjört Briem Gísladóttir var miður sín þegar Vísir ræddi við hana. „Ég er fullorðin manneskja og búinn að sjá mikið, en ég höndla þetta ekki," sagði Dagbjört sem var að vinna í Lyfju þegar blaðamaður náði tali af henni. Hún var eyðilögð yfir missinum, enda höfðu íbúar á bænum Sléttu bundist Líf miklum tilfinningaböndum. Dagbjört telur að ástæðan fyrir hvítvöðasýki Lífar að klaufarnar voru klipptar fyrir tveimur vikum síðan. Að sögn Dagbjartar var það í fyrsta skiptið sem dýrið var beitt þvingunum. „Ég tel að það hafi orsakað þetta ferli," sagði Dagbjört miður sín. Dagbjört var þreytt þegar við hana var rætt. Hún vakti með Líf síðustu nóttina og það tók á, tilfinningalega og andlega. Það var svo í gær sem dýrið fékk krampa og lífsneistinn slökknaði. Dagbjört hefur þurft að berjast fyrir tilverurétti Lífar. Hún gagnrýndi Umhverfisstofnun harkalega þegar þeir sendu henni bréf þar sem stóð að aflífa þyrfti dýrið ef hún myndi ekki sækja um tilskilin leyfi. Gagnrýnin hafði sín áhrif, reyndar slík að umhverfisráðherrann sjálfur, Kolbrún Halldórsdóttir, fór austur á land til þess að heimsækja kálfinn og Dagbjörtu. „Ég átti þetta dýr, það átti stað í hjarta mínu sem verður ekki fyllt á ný," sagði Dagbjört með ekka í röddu og bætti við: „Við jörðum hana svo síðdegis."
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira